Tiger spilaði vel annan daginn í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 12:15 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“ Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira