Fótbolti

Pálmi Rafn og Veigar Páll taka þátt í Mottumars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll og Pálmi Rafn vígalegir með mottuna.
Veigar Páll og Pálmi Rafn vígalegir með mottuna. Mynd/Aftenposten
Pálmi Rafn Pálmason og Veigar Páll Gunnarsson skarta báðir glæsilegri mottu þessa dagana og voru teknir í viðtal hjá norska dagblaðinu Aftenposten af því tilefni.

Í viðtalinu útskýra þeir af hvaða tilefni þeir hafa látið sér vaxa yfirvaraskegg. Þar kemur fram að þeim finnst mikilvægt að taka þátt í baráttunni gegn krabbameini, þó svo að enginn sem er nákomin þeim hafi þurft að glíma við sjúkdóminn alvarlega.

Pálmi segir að hann hafi þurft að sannfæra Veigar Pál um að taka þátt.

Þeir félagar náðu hins vegar ekki að sannfæra þriðja Íslendinginn hjá liðinu, Bjarna Ólaf Eiríksson

„Hann er ekki með nógu góða skeggrót til að láta sér vaxa yfirvaraskegg," sögðu hinir og hlógu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×