100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli 12. mars 2011 11:05 Tiger Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum á Doral vellinum í gær. AP Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. Hinn 26 ára gamli Kaymer virðist kunna vel við sig í sviðsljósinu en hann gerði engin mistök í gær. Þekkt nöfn á borð við Tiger Woods og Phil Mickelson eru 9 höggum á eftir Mahan en þeir verða saman í ráshóp þriðja keppnisdaginn í röð. Woods hefur ekki náð sér á strik á flötunum á undanförnum mótum. Hann fékk fáa fugla og hann lék á 74 höggum í gær eða +2. Tvö upphafshögg frá Woods vöktu mikla athygli. Það fyrra var á 2. braut þar sem hann sló boltann aðeins um 100 metra, en Woods er vanur því að slá um 250 metra upphafshögg. Og á 14. sló hann boltann beint upp í loftið og hann endaði 150 metrum frá teignum. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi var með Woods í ráshóp og hann játaði að hann hafði gaman að mistökum Woods á 2. teig. „Það er erfitt að halda aftur af sér. Ég var næstum því farinn að hlægja. Við sláum allir léleg högg af og til. Sérstaklega þegar við erum að breyta sveiflunni eins og Woods er að gera," sagði McDowell. Ryo Ishikawa, einn besti kylfingur Japans, var ekki með hugann við golfið í gær – enda ástandið í heimalandi hans skelfilegt eftir náttúruhamfarirnar undanfarna daga. Ishikawa lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum, 65 höggum en í gær lék hann á 76 höggum. Staða efstu kylfinga: Hunter Mahan - 9 Martin Kaymer - 8 Francesco Molinari – 8 Martin Laird - 7 Matt Kuchar - 7 Nick Watney – 7 Rory McIlroy - 7 Aaron Baddeley- 6 Dustin Johnson - 6 Adam Scott - 6 Valdir aðrir kylfingar: Luke Donald -5 Paul Casey -3 Charl Schwartzel -2 Graeme McDowell -1 Ian Poulter -1 Phil Mickelson par Lee Westwood par Tiger Woods par Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. Hinn 26 ára gamli Kaymer virðist kunna vel við sig í sviðsljósinu en hann gerði engin mistök í gær. Þekkt nöfn á borð við Tiger Woods og Phil Mickelson eru 9 höggum á eftir Mahan en þeir verða saman í ráshóp þriðja keppnisdaginn í röð. Woods hefur ekki náð sér á strik á flötunum á undanförnum mótum. Hann fékk fáa fugla og hann lék á 74 höggum í gær eða +2. Tvö upphafshögg frá Woods vöktu mikla athygli. Það fyrra var á 2. braut þar sem hann sló boltann aðeins um 100 metra, en Woods er vanur því að slá um 250 metra upphafshögg. Og á 14. sló hann boltann beint upp í loftið og hann endaði 150 metrum frá teignum. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi var með Woods í ráshóp og hann játaði að hann hafði gaman að mistökum Woods á 2. teig. „Það er erfitt að halda aftur af sér. Ég var næstum því farinn að hlægja. Við sláum allir léleg högg af og til. Sérstaklega þegar við erum að breyta sveiflunni eins og Woods er að gera," sagði McDowell. Ryo Ishikawa, einn besti kylfingur Japans, var ekki með hugann við golfið í gær – enda ástandið í heimalandi hans skelfilegt eftir náttúruhamfarirnar undanfarna daga. Ishikawa lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum, 65 höggum en í gær lék hann á 76 höggum. Staða efstu kylfinga: Hunter Mahan - 9 Martin Kaymer - 8 Francesco Molinari – 8 Martin Laird - 7 Matt Kuchar - 7 Nick Watney – 7 Rory McIlroy - 7 Aaron Baddeley- 6 Dustin Johnson - 6 Adam Scott - 6 Valdir aðrir kylfingar: Luke Donald -5 Paul Casey -3 Charl Schwartzel -2 Graeme McDowell -1 Ian Poulter -1 Phil Mickelson par Lee Westwood par Tiger Woods par
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira