Innlent

„Íbúðin fylltist bara af reyk“

Boði Logason skrifar
Frá brunanum í kvöld. Guðmundur Egill Gunnarsson tók myndina.
Frá brunanum í kvöld. Guðmundur Egill Gunnarsson tók myndina.

„Ég rétt náði að færa bílinn minn, hann stóð þarna einn í eldinum," segir íbúi á stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Hann segist hafa fyrst orðið var við eldinn í Vatnsmýrinni þegar nágranni sinn dinglaði á bjölluna hjá sér og tilkynnti að það væri kviknað í túninu fyrir framan húsið.

„Þegar ég opnaði svo hurðina fylltist bara íbúðin af reyk," segir íbúinn en eldurinn hefur náð að breiða sér um stórt svæði. „Það leit út fyrir að það hafi verið kveikt í, þetta var alveg hringlega eldur yfir rosalega stóru svæði."

Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn. Flugvallarslökkvibíll kom á svæðið og sprautaði yfir hann. Verið er að slökkva í síðustu glæðunum núna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×