Íslenski boltinn

FH-ingar ætla að lýsa öllum leikjum sínum beint á netinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar ætla að auka við þjónustu sína við stuðningmenn í sumar með því að bjóða upp á lýsingar á netinu af öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Fyrsta útsendingin verður í kvöld þegar FH heimsækir Valsmenn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.

FH Radio er að hefja sitt þriðja starfsár og hefur aukið starfsemi sína á hverju ári. Í fyrra var öllum heimaleikjum liðsins lýst hvort sem það var hjá karla- eða kvennaliðinu.

FH-ingar hafa einnig sett upp aðstöðu á Kaplakrikavelli sem býður upp á það að FH Radio getur fengið til sína góða gesti í stúdíóið bæði fyrir og eftir leiki. Nýja aðstaðan verður vígð á fyrsta heimaleik FH sem verður á móti Breiðabliki á sunnudaginn kemur.

Það er hægt að nálgast FH Radio inn á fhingar.net en þar verður einnig hægt að hlusta aftur á lýsingar frá leikjum sumarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×