Íslenski boltinn

Atli Viðar: Björn Daníel sá eini sem þorir ekki í ísbaðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH-liðsins, skýtur aðeins á félaga sinn Björn Daníel Sverisson í viðtali á stuðningsmannasíðu FH-liðsins, fhingar.net. FH-ingar heimsækja Valsmenn í kvöld í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.

„Jú það er rétt að það er stundum farið í ísbað og það hefur reynst okkur vel. Flestir eru nú nokkuð harðir af sér en Björn Daníel er sá eini sem aldrei hefur þorað í ísbaðið og hann grætur eins og smástelpa þegar minnst er á ísbað við hann!," sagði Atli Viðar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.

Björn Daníel lagði upp tvö mörk fyrir Atla Viðar á síðustu leiktíð en hvort að hann gefi eitthvað á hann eftir þetta verður bara að koma í ljóst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×