Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins 2. maí 2011 04:00 Helsti ljóður á fiskveiðistjórnun í ESB hefur verið gegndarlaust brottkast. Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira