Viðskipti innlent

Fjármálakerfið er byggt á blekkingu

Magnús Halldórsson skrifar
Simon Johnson, prófessor við MIT í Boston og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í erindi sínu á ráðstefnu í Hörpu í gær að fjármálakerfi heimsins væri byggt á „blekkingu".

Hann sagði ríki heimsins ekki hafa náð að laga helstu vandamálin sem einkenndu fjármálastofnanir. Enn þá væri ekkert annað hægt að gera en að koma í veg fyrir að „of stórir bankar" féllu. „Hversu margir hérna inni trúa því að [fjárfestingarbankinn innsk. blm.]Goldman Sachs yrði látinn falla ef hann væri í vandræðum?" spurði Johnson. Enginn gaf sig fram í salnum.

Johnson sagði síðar á ráðstefnunni að hann eyddi öllum tíma sínum, hér um bil, í að reyna að hugsa um hvernig megi breyta kerfinu á þann veg að almenningur þjóðnýtti ekki tapið á meðan bankamenn einkavæddu gróðann.

Erindi Johnson á ráðstefnunni má sjá í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×