Össur ósammála Krugman - hefur fulla trú á evrunni Erla Hlynsdóttir skrifar 28. október 2011 20:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er ósammála nóbelsverðlaunahafa í hagfræði um hvort evran sé besti kosturinn fyrir Íslendinga. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í gær. Hann varaði mjög við upptöku evrunnar og sagði Ísland standa mun betur að vígi en þau lönd sem hefðu tekið upp evruna. „Ég hef ekki skipt um skoðun. Það er grundvallar ágreiningur á milli mín og til dæmis nóbelsverðlaunahafans Krugmans að því leitinu til að hann vill nota krónuna til þess, í kreppum, að lækka kaupmátt fólksins og velta þannig byrðunum yfir á það. Það vil ég ekki. Þannig að ég er jafn harður á þeirri skoðun að það væri mjög gott fyrir okkur að taka upp evruna," segir Össur. Þannig segir Össur að Íslendingar geti útrýmt verðtryggingu, fengið evruvexti og aukið erlenda fjárfestingu. „Sömuleiðis þá er ég nú bjartsýnni á evruna en áður því þessar aðgerðir sem gripið var til á evrusvæðinu í gær, markaðirnir taka þeim að minnsta kosti mjög vel þó ég telji sjálfur að það sé ekki nóg að gert. En það er klárt að við erum að sjá endurskapaða evru sem hefur skírst í eldi harðra átaka og umróts, og það getur bara verið gott fyrir Ísland," segir Össur og bætir við: „Bæði þegar kemur að því að við tökum afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu en líka því það dregur úr líkunum á því að það verði kreppa í Evrópu sem óhjákvæmilega myndi hafa áhrif á útflutning okkar til Evrópu, en það er jú stærsta markaðssvæði okkar." Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er ósammála nóbelsverðlaunahafa í hagfræði um hvort evran sé besti kosturinn fyrir Íslendinga. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í gær. Hann varaði mjög við upptöku evrunnar og sagði Ísland standa mun betur að vígi en þau lönd sem hefðu tekið upp evruna. „Ég hef ekki skipt um skoðun. Það er grundvallar ágreiningur á milli mín og til dæmis nóbelsverðlaunahafans Krugmans að því leitinu til að hann vill nota krónuna til þess, í kreppum, að lækka kaupmátt fólksins og velta þannig byrðunum yfir á það. Það vil ég ekki. Þannig að ég er jafn harður á þeirri skoðun að það væri mjög gott fyrir okkur að taka upp evruna," segir Össur. Þannig segir Össur að Íslendingar geti útrýmt verðtryggingu, fengið evruvexti og aukið erlenda fjárfestingu. „Sömuleiðis þá er ég nú bjartsýnni á evruna en áður því þessar aðgerðir sem gripið var til á evrusvæðinu í gær, markaðirnir taka þeim að minnsta kosti mjög vel þó ég telji sjálfur að það sé ekki nóg að gert. En það er klárt að við erum að sjá endurskapaða evru sem hefur skírst í eldi harðra átaka og umróts, og það getur bara verið gott fyrir Ísland," segir Össur og bætir við: „Bæði þegar kemur að því að við tökum afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu en líka því það dregur úr líkunum á því að það verði kreppa í Evrópu sem óhjákvæmilega myndi hafa áhrif á útflutning okkar til Evrópu, en það er jú stærsta markaðssvæði okkar."
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira