E-Label snýr aftur á markað 28. október 2011 14:30 Heba Hallgrímsdóttir seldi fatamerkið E Label til Jóns Ólafssonar en fylgdi með í kaupunum. Þau Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ætla að stuðla að endurkomu E Label-merkisins. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrirtækið hefur legið í dvala í smá tíma og við ákváðum þess vegna að selja það og gefa því nýtt líf,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, fyrrverandi eigandi fatamerkisins E Label sem flestir tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Það var athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem keypti fyrirtækið af Hebu og Ástu Kristjánsdóttur en Heba heldur áfram að starfa í fyrirtækinu. „Það má eiginlega segja að ég hafi fylgt með í kaupunum og er því starfsmaður E Label núna. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt á ný og taka merkið aftur á þann stað sem það var þegar það byrjaði,“ segir Heba en E Label varð meðal annars frægt fyrir leggings sem poppdívan Beyoncé heillaðist af og hannaði svo svipaðar fyrir sitt eigið merki. Það er fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson sem á heiðurinn af hönnun leggingsbuxnanna en hann hannaði fyrir fatamerkið fyrir nokkrum misserum. Ási, eins og hann er kallaður, gengur nú aftur til liðs við E Label. „Það er frábært að fá Ása aftur. Hann er mjög klár fatahönnuður og á heiðurinn af mörgum af flottustu E Label-fötunum,“ segir Heba. Hennar hlutverk innan fyrirtækisins er að stjórna hönnunarferlinu ásamt hönnuðinum, sjá um framleiðsluna og samskiptin við útlönd. „Um leið og fyrsta fatalínan hans Ása er tilbúin, vonandi í byrjun næsta árs, förum við með merkið á erlendan markað. Það má eiginlega kalla þetta endurkomu E Label.“ Heba ber Jóni Ólafssyni vel söguna en hann hefur verið að teygja anga sína inn í tískubransann undanfarið sem eigandi fyrirsætuskrifstofunnar Elite, íslenska tískuviðburðarins Reykjavík Fashion Festival og fatamerkisins Eva Lín. „Jón sér möguleika í hlutunum en hann kemur ekkert að daglegri stjórnun fyrirtækisins og gefur okkur frjálsar hendur,“ segir Heba. Nýjar vörur frá E Label eru væntanlegar í verslunina 3 Smárar og á netsíðuna shopelabel.com á næstu vikum. alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fyrirtækið hefur legið í dvala í smá tíma og við ákváðum þess vegna að selja það og gefa því nýtt líf,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, fyrrverandi eigandi fatamerkisins E Label sem flestir tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Það var athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem keypti fyrirtækið af Hebu og Ástu Kristjánsdóttur en Heba heldur áfram að starfa í fyrirtækinu. „Það má eiginlega segja að ég hafi fylgt með í kaupunum og er því starfsmaður E Label núna. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt á ný og taka merkið aftur á þann stað sem það var þegar það byrjaði,“ segir Heba en E Label varð meðal annars frægt fyrir leggings sem poppdívan Beyoncé heillaðist af og hannaði svo svipaðar fyrir sitt eigið merki. Það er fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson sem á heiðurinn af hönnun leggingsbuxnanna en hann hannaði fyrir fatamerkið fyrir nokkrum misserum. Ási, eins og hann er kallaður, gengur nú aftur til liðs við E Label. „Það er frábært að fá Ása aftur. Hann er mjög klár fatahönnuður og á heiðurinn af mörgum af flottustu E Label-fötunum,“ segir Heba. Hennar hlutverk innan fyrirtækisins er að stjórna hönnunarferlinu ásamt hönnuðinum, sjá um framleiðsluna og samskiptin við útlönd. „Um leið og fyrsta fatalínan hans Ása er tilbúin, vonandi í byrjun næsta árs, förum við með merkið á erlendan markað. Það má eiginlega kalla þetta endurkomu E Label.“ Heba ber Jóni Ólafssyni vel söguna en hann hefur verið að teygja anga sína inn í tískubransann undanfarið sem eigandi fyrirsætuskrifstofunnar Elite, íslenska tískuviðburðarins Reykjavík Fashion Festival og fatamerkisins Eva Lín. „Jón sér möguleika í hlutunum en hann kemur ekkert að daglegri stjórnun fyrirtækisins og gefur okkur frjálsar hendur,“ segir Heba. Nýjar vörur frá E Label eru væntanlegar í verslunina 3 Smárar og á netsíðuna shopelabel.com á næstu vikum. alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira