Innlent

Hundruð hjálparbeiðna borist björgunarsveitum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn hafa aðstoðað, meðal annars við að festa þakplötur, í dag. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitamenn hafa aðstoðað, meðal annars við að festa þakplötur, í dag. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitamenn víðsvegar að af landinu hafa fengið hundruð beiðna um aðstoð síðastliðinn sólarhring, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Verkefnin hafa verið af ýmsu tagi; fok á lausum munum, þakplötum og þökum, gámum, girðingum, skiltum, fellihýsum og fánastöngum. Skip hafa losnað frá bryggju og moka hefur þurft snjó úr bátum. Fólki hefur verið komið í og úr vinnu, skólabörnum til síns heima, matur fluttur á elliheimili og lyfjum komið í heimahús. Í umferðinni hafa verið mikil vandræði og hefur þurft að losa mikinn fjölda fastra bíla, innan- sem utanbæjar.

Flestar voru aðstoðarbeiðnir á Suðurnesjum, Akureyri, Hveragerði, Hvammstanga, Skagaströnd, höfuðborgarsvæðinu, Grundarfirði og Dalvík þar sem björgunarsveitin stendur enn í ströngu. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hafa björgunarsveitamenn í Reykjavík farið í 25 útköll í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×