Erlent

Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Osama Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida samtakanna.
Osama Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida samtakanna.
Osama Bin Laden var virkur við stjórn hryðjuverkasamtakanna al-Kaida allt til dauðadags. Bandaríska leyniþjónustan telur að hann hafi stjórnað samtökum sínum úr neðanjarðarbyrgi sínu í Pakistan.

Bandarísk yfirvöld birtu í gær fimm myndskeið af Osama Bin Laden sem aldrei höfðu áður birst opinberlega. Leyniþjónustumenn sögðu að um væri að ræða mestu leyniþjónustugögn sem nokkurn tímann hefðu verið birt.

Bin Laden sést meðal annars horfa á fréttaflutning af sjálfum sér í einu myndskeiðinu. Í öðru myndskeiðinu sést hann flytja ávarp sem talið er hafa verið ætlað bandarískum stjórnvöldum og talið er að í þremur myndskeiðanna hafi hann verið að undirbúa ávarp sem hann hafi ætlað allri heimsbyggðinni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti öll myndskeiðin í gær án hljóðs þannig að efni þeirra hefur ekki verið kynnt í smáatriðum.

Ónafngreindur heimildarmaður úr varnamálaráðuneytinu segir að myndskeiðin sýni greinilega að aðsetur Bin Ladens í Abbottabad hafi verið virk stjórnstöð hans. Greinilegt sé að hann hafi ekki einungis verið hugmyndafræðingur samtakanna heldur einnig virkur stjórnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×