Erlent

Sautján létust í fangaóeirðum

SB skrifar
Fangar gerðu árás í fangelsinu. Mynd/ afp.
Fangar gerðu árás í fangelsinu. Mynd/ afp.
Sautján létust þegar hópur fanga reyndi að brjóta sér leið út úr fangelsi í Írak í morgun. Meðal þeirra sem féllu voru sex lögreglumenn. Sagt er að fangarnir hafi tengsl við Al Qaeda hryðjuverkasamtökin.

Einn af föngunum var skipuleggjandi árásar á kirkju í Bagdad síðastliðinn október en 68 manns létu lífið í þeirri árás. Flótti fanganna hefur vakið upp spurningar um öryggi í Íröskum fangelsum. Þetta fangelsi í Bagdad átti að vera eitt það öruggasta í landinu. Samt sem áður tókst föngunum að yfirbuga nokkra verði og stela Kalashnikov rifflum þeirra.

Ellefu fangar létust í þeim þriggja klukkustunda átökum sem síðan stóðu yfir en að lokum höfðu öryggisverðir betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×