Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu 8. maí 2011 09:44 Nico Rosberg og Lewis Hamilton ræsa af stað fyrir aftan Sebastian Vettel og Mark Webber í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Ég er ánægður með stöðuna og það er gott að sjá framfarir liðsins í samanburði við hvar við vorum staddir í fyrsta móti ársins. Við erum búnir að læra af mistökum okkar og ég er ánægður með þriðja sæti á ráslínu. Við viljum þó vera enn framar. Það eru allir að leggja hart að sér", sagði Rosberg á fréttamannafundi eftir tímatökuna í gær. Rosberg er með tvo McLaren bíla fyrir aftan sig og var spurður að því hvort hann ætlaði að sækja eða verjast í ræsingunni. Eða hvorutveggja. Nei. Ég ætla að eiga flugstart, því ég er á hreinni hluta brautarinnar og ætla framúr Mark og svo sjaúm við til. Red Bull er fljótari í augnablikinu, en við erum með góða keppnisáætlun. Þá eigum við aukagang af mjúkum dekkjum, því ég notaði ekki öll dekk í boði í tímatökunni. Það mun hjálpa mér mikið í keppninni. Ég er sannfærður um að við munu gera góða hluti. Hve góða verður að koma í ljós", sagði Rosberg.Brautarlýsing frá Istanbúl Park Formúla Íþróttir Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Ég er ánægður með stöðuna og það er gott að sjá framfarir liðsins í samanburði við hvar við vorum staddir í fyrsta móti ársins. Við erum búnir að læra af mistökum okkar og ég er ánægður með þriðja sæti á ráslínu. Við viljum þó vera enn framar. Það eru allir að leggja hart að sér", sagði Rosberg á fréttamannafundi eftir tímatökuna í gær. Rosberg er með tvo McLaren bíla fyrir aftan sig og var spurður að því hvort hann ætlaði að sækja eða verjast í ræsingunni. Eða hvorutveggja. Nei. Ég ætla að eiga flugstart, því ég er á hreinni hluta brautarinnar og ætla framúr Mark og svo sjaúm við til. Red Bull er fljótari í augnablikinu, en við erum með góða keppnisáætlun. Þá eigum við aukagang af mjúkum dekkjum, því ég notaði ekki öll dekk í boði í tímatökunni. Það mun hjálpa mér mikið í keppninni. Ég er sannfærður um að við munu gera góða hluti. Hve góða verður að koma í ljós", sagði Rosberg.Brautarlýsing frá Istanbúl Park
Formúla Íþróttir Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira