Viðskipti innlent

Samherji kaupir tvö erlend útgerðarfélög

Útgerðarfélagið Samherji hefur fest kaup á tveimur erlendum útgerðargélögum. Samherji á nú Pesquera Ancora á Spáni og helmingshlut í Compagnie des Peches Saint Malo í Frakklandi í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries.

Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag. Útgerðarfélög í eigu UK Fisheries gera nú út 16 skip fyrir utan fimmtán rækjubáta sem eru í eigu franska fyrirtækisins sem Samherji hefur nú keypt helming í en rækjubátarnir eru gerðir út frá Gvæjana á norðausturströnd Suður-Ameríku.

Þá kemur fram að erlendar aflaheimildir fyrirtækja sem Samherji á að öllu leyti eða hluta til voru tæp sjötíu þúsund tonn á árinu 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×