Sögulegur árangur hjá Luke Donald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2011 11:32 Luke Donald á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. Donald var enn að spila þegar að það varð ljóst að Rory McIlroy myndi ekki vinna sigur á móti í Dúbæ sem lýkur nú í dag. Það er lokamót Evrópumótaraðarinnar í golfi og var McIlroy sá eini sem átti enn möguleika að komast fyrir ofan Donald á peningalistanum. Til þess þurfti hann þó að sigra í dag. Donald var þó á góðri leið að ná þessum áfanga sjálfur því hann þurfti aðeins að vera á meðal níu efstu keppanda mótsins til að tryggja sér efsta sæti peningalistans, óháð árangri McIlroy. Þegar fjórum holum var ólokið var hann í fjórða sæti mótsins. Alvaro Quiros er í efsta sæti mótsins í Dúbæ en árangur Donald er sögulegur.Uppfært 12.45: Donald endaði í þriðja sæti mótsins en hann spilaði á 66 höggum í dag og var samtals á sextán höggum undir pari. Quiros vann mótið með því að spila á samtals nítján höggum undir pari. „Ég hef verið mjög stöðugur allt árið og unnið fjögur mát. Þetta sýnir hvað ég hef lagt mikið á mig og ánægjulegt að það skuli hafa borgað sig á þennan máta,“ sagði Donald eftir mótið í dag. McIlroy spilaði á 71 höggi í dag og var tíu höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi. Donald var enn að spila þegar að það varð ljóst að Rory McIlroy myndi ekki vinna sigur á móti í Dúbæ sem lýkur nú í dag. Það er lokamót Evrópumótaraðarinnar í golfi og var McIlroy sá eini sem átti enn möguleika að komast fyrir ofan Donald á peningalistanum. Til þess þurfti hann þó að sigra í dag. Donald var þó á góðri leið að ná þessum áfanga sjálfur því hann þurfti aðeins að vera á meðal níu efstu keppanda mótsins til að tryggja sér efsta sæti peningalistans, óháð árangri McIlroy. Þegar fjórum holum var ólokið var hann í fjórða sæti mótsins. Alvaro Quiros er í efsta sæti mótsins í Dúbæ en árangur Donald er sögulegur.Uppfært 12.45: Donald endaði í þriðja sæti mótsins en hann spilaði á 66 höggum í dag og var samtals á sextán höggum undir pari. Quiros vann mótið með því að spila á samtals nítján höggum undir pari. „Ég hef verið mjög stöðugur allt árið og unnið fjögur mát. Þetta sýnir hvað ég hef lagt mikið á mig og ánægjulegt að það skuli hafa borgað sig á þennan máta,“ sagði Donald eftir mótið í dag. McIlroy spilaði á 71 höggi í dag og var tíu höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira