Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim 14. janúar 2011 06:15 Jóel Færseth Einarsson er kominn með íslenskan ríkisborgararétt en fær ekki að komast til landsins þar sem óvissa er um hver fer með forræðið yfir honum. „Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira