Innlent

Blönduós tekur 95 milljón króna lán fyrir sundlaug

Blönduós.
Blönduós.

Blönduósbær ætlar að taka 95 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna framkvæmdir við nýja sundlaug í bænum samkvæmt fréttamiðlinum Húni.is.

Þar segir að lánið muni verða á 4,35% verðtryggðum vöxtum til 13 ára og til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Lántakan var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær.

Jafnframt var bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánasamning við Lánasjóðinn, fyrir hönd Blönduósbæjar, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×