Erlent

Skírdagur er í raun á miðvikudaginn

Síðasta máltíðin var hugsanlega á miðvikudegi.
Síðasta máltíðin var hugsanlega á miðvikudegi.
Prófessor við Cambridge háskólann í Bretlandi heldur því fram á fréttavef BBC að skírdagur hafi alls ekki borið upp á fimmtudegi, eins og kristnir menn um allan heim telja, heldur hafi hann í raun borið upp daginn áður.

Það var á skírdegi sem Jesú snæddi síðustu máltíðina ásamt lærisveinum sínum. Sama kvöld er hann handtekinn, svo er réttað yfir honum og að lokum er hann krossfestur morguninn eftir.

Prófessorinn, Colin Humphreys, telur líklegt að atburðurinn hafi átt sér stað á miðvikudegi, meðal annars vegna þess að lærisveinarnir hafi notast við gamalt tímatal Egypta, en ekki tímatal Gyðinga sem þá var opinbert tímatal.

Þá telur Colin að fullmikið hafi gerst áður en Jesú var að lokum krossfestur. Hann telur afar líklegt að máltíðin hafi átt sér stað á miðvikudeginum, réttarhöldin hafi farið fram á fimmtudeginum, svo hafi hann verið krossfestur daginn eftir.

Þess má geta að það er hart deilt um þetta atriði og ekki eru allir fræðimenn sammála Colin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×