Erlent

Erlendum námsmönnum snarfækkar í Danmörku

Verulega hefur dregið úr ásókn evrópskra námsmanna í danska skóla. Samkvæmt nýju yfirliti frá menntamálaráðuneyti Danmerkur sóttu um 1.000 færri námsmenn um háskólanám í Danmörku í ár en í fyrra. Þetta er samdráttur upp á um 33%.

Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að það séu einkum námsmenn frá Svíþjóð og Noregi sem hafa minni áhuga á háskólanámi í Danmörku en áður en þeim fækkar um 600 milli áranna og eru Svíar í meirihlutinn af þeim fjölda.

Charlotte Madsen menntamálaráðherra Dana segir að það sé að renna upp fyrir námsmönnum á Norðurlöndunum að erfitt sé orðið að fá inni í dönskum háskólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×