Erlent

Branson flytur lemúra milli heimsálfa

Margar tegundir lemúra eru í útrýmingarhættu, en þeir hafa hingað til aðeins lifað á eyjunni Madagaskar.
Margar tegundir lemúra eru í útrýmingarhættu, en þeir hafa hingað til aðeins lifað á eyjunni Madagaskar.
Áform viðskiptajöfursins Richards Branson um að bjarga lemúrum í útrýmingarhættu með því að flytja þá milli heimsálfa hafa vakið hörð viðbrögð annarra náttúruverndarsinna.

Lemúrar finnast eingöngu á eyjunni Madagaskar, austur af meginlandi Afríku. Branson ætlar nú að flytja dýr til eyja í Karíbahafi og sleppa þeim lausum til að tryggja að ákveðnar tegundir verði ekki útdauðar vegna ágangs manna á kjörlendi þeirra á Madagaskar.

Bent hefur verið á að tilraunir til að flytja nýjar tegundir á svæði þar sem þær eigi ekki heima hafi oftar en ekki endað illa. Branson telur enga hættu á því í þessu tilviki. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×