Innlent

Sjóvá endurskoðar uppgjör slysabótanna

Lárus Ásgeirsson fullyrðir að mál mannsins verði endurskoðað á næstu dögum
Lárus Ásgeirsson fullyrðir að mál mannsins verði endurskoðað á næstu dögum
Uppgjör til mannsins sem fékk aðeins um þriðjung skaðabóta sem honum voru ætlaðar frá Sjóvá vegna skuldar BM Vallár við tryggingarfélagið verður endurskoðað. Þetta fullyrðir Lárus Ásgeirsson forstjóri Sjóvár sem segir mál hans verða tekið fyrir á næstu dögum.

Maðurinn lenti í vinnuslysi þegar hann starfaði hjá BM vallá árið 2009 og fréttastofa greindi frá í gær. Hann missti framan af baugfingri hægri handar og hefur takmarkað grip eftir slysið.

Hann segist hafa átt rétt á tæpum þremur milljónum en fékk eingöngu þriðjung bótanna þar sem BM vallá skuldaði Sjóvá fyrir trygginguna.

Lárus segir ákvæði í vátryggingalögum heimila tryggingafélögum að taka af bótum fólks skuldi vinnustaður viðkomandi trygginguna en slík tilfelli séu hins vegar ekki mörg.




Tengdar fréttir

Sjóvá hirðir hluta slysabóta

Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×