Innlent

Stjórnlagaráð greiðir bratt atkvæði um frumvarpið í heild

Brátt greiða fulltrúarnir atkvæði
Brátt greiða fulltrúarnir atkvæði Mynd Brink
Atkvæðagreiðsla stjórnlagaráðs um frumvarp um nýja stjórnarskrá fer fram innan stundar.

Afgreiðsla mála hefur gengið hratt í dag.  Nú síðast var samþykktur kafli um utanríkismál og kafli um stjórnarskrárbreytingar.

Í þeim fyrri er meðal annars kveðið á um að heimilt sé að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Í kafla um stjórnarskrárbreytingar segir meðal annars að þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skuli það borið undir atkvæði allra ksoningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×