Innlent

Yfirlögregluþjónn varar við nauðgunarlyfjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik Smári segir mikilvægt að passa sig á því að taka aldrei við drykk frá ókunnugum.
Friðrik Smári segir mikilvægt að passa sig á því að taka aldrei við drykk frá ókunnugum.
„Það er mikilvægt að leita til einhvers sem maður treystir og þekkir en ekki til næsta manns ef það er einhver sem er að bjóða fram aðstoð sína," segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um það hvernig fólk eigi að bregðast við ef því er byrlað nauðgunarlyfi.

Vefurinn doktor.is birtir í dag viðtal við Friðrik Smára í tilefni af því að verslunarmannahelgin er að fara í hönd. Friðrik Smári segir í viðtalinu að það sé þekkt aðferð nauðgara að byrla lyfi í glasið og bjóða síðan fram aðstoð sína.

Friðrik Smári segir mikilvægt að passa sig á því að þiggja aldrei drykk af ókunnugum. Þá sé mikilvægt að leita aðstoðar hjá einhverjum sem viðkomandi þekkir eða fara strax og leita aðstoðar á sjúkrahúsi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×