Erlent

Pólverji ákærður fyrir að selja Breivik hættuleg efni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik er sagður hafa keypt efni af pólskum manni. Mynd/ afp.
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik er sagður hafa keypt efni af pólskum manni. Mynd/ afp.
Pólskur maður hefur verið ákærður í heimalandi sínu fyrir að selja fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik efni í sprengju. Norska Dagbladet segir að hann sé ákærður fyrir brot gegn almannaheil.

Maðurinn, sem heitir Lukasz Mikus, er líka ákærður fyrir að hafa látið efni í hendur manns, þ,e, Anders Behring Breivik, sem hafði engin tilskylin leyfi til þess að meðhöndla slík efni.

Viðurlög við þeim brotum sem Lukasz Mikus er sakaður um eru á bilinu 6 mánuðir til átta ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×