Körfubolti

Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, er kominn með nýjan leikmann.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, er kominn með nýjan leikmann. Mynd/Daníel
Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.

Marina Caran er 26 ára og 164 sm bakvörður samkvæmt upplýsingum á erlendum netmiðlum en Keflvíkingar segja þó í frétt á heimasíðu að hún sé 180 sm á hæð. „Þessi styrking á kvennaliði Keflavíkur er liður í því að ná settum markmiðum á tímabilinu," segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Caran lék síðast með þýska b-deildarliðinu Keltern en bandaríski framherji liðsins, Jacqueline Adamshick, spilaði einnig fyrir það félag. Áður en Caran kom til Þýskalands spilaði hún með liðinu ZKK Kovin í Serbíu.

Caran var með 12,9 stig, 2,3 stoðsendingar og 2,3 þrista á 20,1 mínútu að meðaltali í leik með Keltern fyrir áramót. Caran nýtti 36 prósent skota sinna utan af velli þar af setti hún niður 30 prósent skotanna fyrir utan þriggja stiga línuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×