Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. febrúar 2011 16:30 Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. AP Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira