Innlent

Hörður Torfa afhenti forsetanum beiðni um náðun nímenningana

Breki Logason. skrifar
Hörður Torfason tók virkan þátt í mótmælunum á sínum tíma
Hörður Torfason tók virkan þátt í mótmælunum á sínum tíma

Hörður Torfason söngvaskáld fór með bréf til embættis forseta Íslands þar sem hann hvetur forsetann til þess að náða níumenninganna verði þeir fundir sekir. Hann segist telja að þau skilyrði sem þarf að uppfylla fyrir náðun séu fyrir hendi, og hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama.

Málflutningi í máli Níumenninganna sem meðal annars eru ákærðir fyrir árás á Alþingi lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Nú er beðið eftir niðurstöðu fjölskipaðs dóms. Hörður segist hafa fylgst vel með málinu og fór niður á skrifstofu foresta Íslands í gær með fyrrnefnt bréf.

Hörður segir þessu framtaki sínu hafa verið tekið kurteisislega þegar hann mætti niður á skrifstofu á Sóleyjargötu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×