Bono, söngvari U2, á erfitt með að hlusta á gömul lög með hljómsveit sinni í útvarpinu. „Ég reyni að komast hjá því. Ef ég heyri lögin okkar í útvarpinu lækka ég oftast í tækinu. Ekki af því að ég fíla ekki lögin eða hafi ekki trú á þeim. Satt best að segja fer röddin mín í taugarnar á mér. Mér finnst alltaf eins og ég hefði átt að syngja betur á þessum árum," segir Bono. „Ég er mikill strákur í mér og er í ofanálag írskur og sérstaklega í þessum lögum frá níunda áratugnum þá hljóma ég eins og stelpa."

