Breska söngkonan Adele getur ekki mikið notað rödd sína um þessar mundir en hún er ennþá að jafna sig eftir aðgerð á raddböndum. Söngkonan styðst því við forrit í símanum sem hjálpar henni að tjá sig til dæmis á kaffihúsum og við leigubílstjóra. Adele skrifar það sem hún vill segja inn í símann, sem talar svo fyrir hana.
Adele þurfti að fresta tónleikaferðalagi sínu í Bandaríkjunum vegna aðgerðarinnar en það kom ekki að sök því daman var nýlega tilnefnd til sex Grammy-verðlauna. Læknarnir segja að hún muni komast aftur á svið á nýju ári.
Lífið