Fjárlögin 2012 og bætur – er breytinga að vænta? 2. desember 2011 06:00 Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð?
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar