Erlent

Minntist fórnarlambanna í tilfinningaþrunginni ræðu

Mynd/AP
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hélt tilfinningaþrungna ræðu í kvöld þegar hún minntist fórnarlambanna í skotárásinni í Rio de Janeiro í morgun. Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í grunnskóla í borginni. Maðurinn svipti sig lífi í kjölfarið.

Forsetinn var viðstödd minningarathöfn í kvöld og þar fordæmdi hún árásina og sagði hana ekki lýsa brasilísku þjóðfélagi. Dilma sagði ennfremur hug landsmanna vera með fjölskyldum þeirra sem týndu lífi í skotárásinni.

Minnstu munaði að Dilma beygði af þegar hún bað viðstadda um einnar mínútu þögn í virðingarskyni við fórnarlömbin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×