Erlent

Reiði í Brasilíu vegna siðblinds kvikindis

Ríkisstjórinni Sergio Cabral (t.v.) kallaði árásarmanninn siðblint kvikindi á blaðamannafundi í dag.
Ríkisstjórinni Sergio Cabral (t.v.) kallaði árásarmanninn siðblint kvikindi á blaðamannafundi í dag.
Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í Ríó De Janeiro. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Talið er hann sé fyrrverandi nemandi við skólann sem tekur nemendur frá 10 til 15 ára aldurs.

Foreldrar nemendanna flyktust á vettvang þegar fréttir af árásinni spurðust út. „Nágranni minn á tvíbura í skólanum. Lík annars þeirra var flutt á Albert Schweitzer-spítalann," segir Charmene Silva.

Auk hinna látnu er 20 börn slösuð. „Við styðjum og stöndum með fjölskyldum ungu drengjanna og stúlknanna sem eru fórnarlömb þessa siðblinda kvikindis," segir Sergio Cabral, ríkisstjóri í Río de Janeiró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×