Erlent

Leita enn að 130 manns eftir að bát hvolfdi

Leit sendur enn yfir að 130 Túnisbúum sem voru á bát á leið til Möltu þegar honum hvolfdi síðdegis í gærdag um 60 kílómetra frá strönd eyjunnar.

Alls voru 200 manns um borð í bátnum, 20 hafa fundist látnir en tekist hefur að bjarga 50 á lífi.

Myrkur og slæm leitarskilyrði hafa hamlað leitinni hingað til. Það er strandgæslan á Möltu sem stjórnar aðgerðum en nýtur til þess aðstoðar ítölsku strandgæslunnar.

Ekki er vitað hvað olli því að bátnum hvolfdi en fólkið var farandverkafólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×