Erlent

Gaddafi sendi Obama sérkennilegt bréf

Bandaríska stórblaðið New York Times hefur komist yfir sérkennilegt bréf sem Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu hefur sent til Barack Obama bandaríkjaforseta.

Í bréfinu fer Gaddafi fram á að Obama stöðvi loftárásir NATO ríkja í Líbíu. Það sem þykir sérkennilegt er hvernig Gaddafi ávarpar Obama. Í bréfinu segir m.a. "þú munt ætíð vera sonur okkar hvernig sem fer" og einnig "við vonum að þú sigrir í nýjum kosningum."

Hvíta húsið hefur staðfest tilurð bréfsins en gefur ekki frekari upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×