Erlent

Barist var um byrgi Gbagbos

Uppreisnarmenn fylgjast með árásum á forsetahöllina.
nordicphotos/AFP
Uppreisnarmenn fylgjast með árásum á forsetahöllina. nordicphotos/AFP
Hörð átök voru í gær í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, þar sem liðsmenn Alassane Ouattara, réttkjörins forseta, sóttu að Laurent Gbagbo, sem neitaði enn að láta af völdum.

Gbagbo hafði hreiðrað um sig í kjallarabyrgi forsetahallarinnar. Uppreisnarmenn réðust inn fyrir lóðarmúra hallarinnar, en urðu frá að hverfa þegar þungavopnum var beitt gegn þeim. Ouattara lagði áherslu á það við liðsmenn sína að Gbagbo myndi nást á lífi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×