Að semja eða svíkja Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum?
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar