Innlent

Nemar spái í stjörnur

Öll íslensk börn eiga að fá tækifæri til að sjá það sem Galíleó Galílei sá fyrir 400 árum. 
mynd/Kristborg Steindórsdóttir
Öll íslensk börn eiga að fá tækifæri til að sjá það sem Galíleó Galílei sá fyrir 400 árum. mynd/Kristborg Steindórsdóttir
Allir grunn- og framhaldsskólar á Austurlandi fengu nýverið afhenta stjörnusjónauka að gjöf. Að verkefninu komu Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009.

Alcoa Fjarðaál styrkti verkefnið um 300 þúsund krónur en það miðar að því að allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi fái stjörnusjónauka að gjöf. Sjónaukinn ber heitið Galíleósjónaukinn, eftir ítalska vísindamanninum Galíleó Galílei. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×