Forsvarsmenn síðunnar Kjósum.is hafa haft samband við Ríkislögreglustjóra vegna árása á síðuna.
„Vegna ítrekaðra árása einstaklings og vina hans hefur verið haft samband við Ríkislögreglustjóra. Öllum tilraunum til árása verður fylgt eftir með mesta mögulega þunga," segir í tilkynningu á síðunni. Ekki er tekið fram um hvaða einstakling er þarna að ræða.
Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa ríflega 32 þúsund undirskriftir safnast á síðuna þar sem skorað er á Alþingi til að hafna Icesave-frumvarpinu, og heitað á forseta Íslands að synja því að staðfesta frumvarpið verði það samþykkt. Þannig fái þjóðin lokaorðið í málinu.
Atkvæðagreiðsla um Icesave-frumvarpið stendur yfir á Alþingi.
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var fellt á Alþingi fyrr í dag, og sömuleiðis tvær breytingatillögur við tillöguna.
Tilkynna árásir á Kjósum.is til Ríkislögreglustjóra

Tengdar fréttir

Bart Simpson á móti Icesave á kjósum.is
Teitur Atlason bloggari á DV hefur sýnt fram á að auðvelt sé að svindla á vefsíðunni kjósum.is. Sjálfur hefur hann kosið tvisvar á síðunni, síðast undir nafninu Bart Simpson.