Innlent

Óvenju mikið um flensu og pestir

Karen D. Kjartansdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason er settur sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason er settur sóttvarnarlæknir.
Flensa og pestir hafa herjað á landsmenn í óvenju miklum mæli í vetur. Þetta segir settur sóttvarnarlæknir. Hann segir það mildi að svínaflensan hafi ekki náð að skjóta rótum í vetur í ofanálag og þakkar það því hve margir landsmenn hafa látið bólusetja sig gegn henni.

Að minnsta kosti fimm veirusmit herja nú á landsmenn að sögn Þórólfs Guðnasonar, setts sóttvarnarlæknis. Íslendingar hafi því fengið að kenna á óvenju mörgum flensum í ár.

Hann segir segir að ástandið sé verra en í meðalári en þó innan eðlilegra marka. Hann segir það mildi að svínainfluenzan hafi ekki náð að náð að skjóta hér almennilega rótum í vetur líkt og gerst hefur í sumum nágrannalöndum okkar. Það þakkar hann einkum því hve stór hluti þjóðarinnar hefur látið bólusetja sig gegn henni.

Í byrjun vikunnar greindi fréttastofa frá því að svokallaður RS-vírus sem helst herjar á ungbörn einnig verið óvenju skæður í vetur og varaði barnalæknir foreldra því við því að fara með allra yngsu börnin á mannamót. Á vefsíðunni doktor.is er sagt að einkenni sýkingarinnar geti verið mjög misjöfn og geti verið allt fá því að vera mild sýking í efri öndunarfærum sem einkennist að slími í nefi, í að vera alvarleg neðri öndunarfærasýking sem veldur öndunarerfiðleikum og súrefnisskorti.

Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans, sagði í viðtali við fréttastofu um miðjan janúar að fjöldi pesta hafi reynt mjög á starfsmenn og sjúklinga Landspítalans, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Hún segir ástandið þó með skásta móti nú á spítalanum.

Hildur minnir fólk á mikilvægi þess að koma ekki í heimsókn á spítala ef það kennir sér meins, flensur sem valdi heilbrigðu fólki litlum skaða geti valdið sjúku fólki fjörtjóni. Þá minnir hún á að mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðahafa er handþvottur. En á síðu Landlæknisembættisins segir að snerting, bein og óbein sé lang algengasta smitleið sýkla milli manna. Með óbeinni snertingu er átt við það þegar manneskja smitast af því koma við hlut sem manneskja sem ber með sér flensusmit hefur snert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×