Erlent

Dylan sakaður um að svíkja málstaðinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bob Dylan segist ekki hafa verið ritskoðaður í Kína. Mynd/ afp.
Bob Dylan segist ekki hafa verið ritskoðaður í Kína. Mynd/ afp.
Söngvarinn Bob Dylan hafnar því með öllu að stjórnvöld í Kína hafi ritskoðað tónlist sem hann flutti á tónleikum þar í landi. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að hafa látið yfirvöld í landinu í té lista yfir þau lög sem hann flutti áður en tónleikarnir hófust, eftir því sem BBC segir.

Með þessu var Dylan sakaður um að hafa svikið hippamálstaðinn sem hann varð frægur fyrir þegar byrjaði að flytja tónlist á sjöunda áratug síðustu aldar. Dylan segist ekkert hafa vitað um neina ritskoðun og hann hafi flutt alla þá tónlist sem hann hafi í upphafi ætlað sér að flytja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×