Fótbolti

Þjálfari Randers kýldi sjónvarpsfréttamann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Allt er á öðrum endanum í danska fótboltanum eftir að Ove Christenson, þjálfari Randers, lamdi sjónvarpsfréttamann í öxlina.

Christenson var spurður eftir 4-0 tap Randers fyrir Bröndby hvort hann væri rétti maðurinn til að stýra liðinu.

„Ég vil ekki svara svona heimskulegu spurningum. Ef þú ert með aðrar spurningar skal ég svara þeim," sagði Christenson.

Spyrillinn sagði þá að fleira væri það ekki og brást Christenson hinn versti við. Atvikið má sjá hér fyrir ofan.

Randers er í tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig og er þremur stigum frá botnsætinu. Liðið hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×