Kylfusveinn á Masters í 50 ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2011 22:45 Jackson brosmildur á æfingu um helgina. Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Sagt er að hann sé jafn nauðsynlegur fylgihluti mótsins og græni jakkinn og Magnolia Lane. Þegar Crenshaw byrjaði að vinna sem kylfusveinn á Masters voru allir leikmennirnir hvítir og þeir urðu að nota svarta kylfusveina sem voru í vinnu fyrir golfklúbbinn. Kylfusveinarnir urðu þess utan að klæðast hvítum heilgöllum og er enn haldið í þá hefð. Hún er reyndar umdeild enda er afar heitt þegar mótið fer fram og heilgallarnir gera kylfusveinunum erfitt fyrir í hitanum. Þykir mörgum sem tengingin í þrælatímabilið sé enn of sterk í Augusta. Öll sú umræða truflar þó ekki Jackson sem á ekkert nema góðar minningar frá Masters. "Ég hugsa oft til baka og á mjög margar góðar minningar frá þessu móti," sagði Jackson sem var aðeins 14 ára er hann bar kylfurnar fyrir Billy Burke árið 1961. Síðan þá hefur hann aðeins misst af einu Masters-móti. "50 ár er heil lífstíð. Það hefur verið mikð um blóð, svita og tár á þessum 50 árum," sagði Ben Crenshaw en Jackson hefur borið kylfurnar hans síðan 1976. Þetta verður í 35. skipti sem þeir fara saman á Masters. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Sagt er að hann sé jafn nauðsynlegur fylgihluti mótsins og græni jakkinn og Magnolia Lane. Þegar Crenshaw byrjaði að vinna sem kylfusveinn á Masters voru allir leikmennirnir hvítir og þeir urðu að nota svarta kylfusveina sem voru í vinnu fyrir golfklúbbinn. Kylfusveinarnir urðu þess utan að klæðast hvítum heilgöllum og er enn haldið í þá hefð. Hún er reyndar umdeild enda er afar heitt þegar mótið fer fram og heilgallarnir gera kylfusveinunum erfitt fyrir í hitanum. Þykir mörgum sem tengingin í þrælatímabilið sé enn of sterk í Augusta. Öll sú umræða truflar þó ekki Jackson sem á ekkert nema góðar minningar frá Masters. "Ég hugsa oft til baka og á mjög margar góðar minningar frá þessu móti," sagði Jackson sem var aðeins 14 ára er hann bar kylfurnar fyrir Billy Burke árið 1961. Síðan þá hefur hann aðeins misst af einu Masters-móti. "50 ár er heil lífstíð. Það hefur verið mikð um blóð, svita og tár á þessum 50 árum," sagði Ben Crenshaw en Jackson hefur borið kylfurnar hans síðan 1976. Þetta verður í 35. skipti sem þeir fara saman á Masters.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira