Innlent

Ófært á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóða

Allar aðalleiðir eru auðar um sunnanvert landið og eins á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Svínadal.

Á Vestfjörðum er snjóþekja á flestum heiðum og hálsum en hálkublettir á Gemlufallsheiði.

Hrafnseyrarheiði er ófær vegna snjóflóða. Á Norðurlandi er hálka á Vatnsskarði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×