Innlent

Tveir snarpir jarðskjálftar nærri Hveragerði

Hveragerði.
Hveragerði.
Jarðskjálfti upp á 3,8 á richter skók jörðu rétt eftir klukkan níu í morgun. Upptök skjálftans voru við Hellisheiðarvirkjun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftinn fannst víða, meðal annars í Hveragerði og Höfuðborgarsvæðinu. Þá mældist annar jarðskjálfti upp á 3,7 á richter um klukkan 9:45. Upptök þess skjálfta var um tvo kílómetra vestur af Hveragerði.

Yfir 1500 jarðskjálftar voru staðsettir af jarðfræðingum Veðurstofu Íslands í síðustu viku. Lang flestir voru við Hellisheiðarvirkjun.

Undanfarnar vikur hefur verið niðurrennsli í borholur á svæðinu. Um 75 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×