Button: Áttum sigurinn skilinn 31. júlí 2011 17:04 Jenson Button var kampakátur með sigur í Ungverjlandi í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira