Erlent

Á fimmta tug fallnir eftir skriðdrekaárás

Bashar Assad, forseti Sýrlands. Markmið  árásanna  er að knésetja þá sem krefjast lýðræðisumbóta í landinu. Bandarísk stjórnvöld segja Assad hafi ekki lengur umboð til að veita Sýrlandi forystu.
Bashar Assad, forseti Sýrlands. Markmið árásanna er að knésetja þá sem krefjast lýðræðisumbóta í landinu. Bandarísk stjórnvöld segja Assad hafi ekki lengur umboð til að veita Sýrlandi forystu. Mynd/AP
45 óbreyttir borgarar hafa fallið í meiriháttar skriðdrekaárás á borgina Hama í Sýrlandi. Að sögn mótmælenda er markmið árásanna að knésetja þá sem krefjast lýðræðisumbóta í landinu. Tugir fólks til viðbótar eru særðir eftir árásirnar, en að sögn læknis á einum af spítölum borgarinnar er ástandið grafalvarlegt. Hann segir að hermenn skjóti af hríðskotabyssum í allar áttir, en fréttastofa Sky hefur eftir einum íbúa borgarinnar að leyniskyttur hafi einnig komið sér fyrir á lykilstöðum.

Avaaz, sem er hópur mótmælenda, segir að öryggissveitir stjórnvalda hafi fellt 1634 manns í landinu síðan mótmæli hófust, en til viðbótar hafa enn fleiri horfið eða verið handteknir og pyntaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×