Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar 29. desember 2011 01:30 Léttir Aðgerðir Mario Monti forsætisráðherra virðast hafa skilað árangri þar sem vaxtaálag ríkisskuldabréfa lækkaði í gær. NordicPhotos/AFP nordicphotos/AFP Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhaldsaðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. Í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj Fréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhaldsaðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. Í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj
Fréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira