Lífið

Cruise á toppnum

í Efsta sætið Tom Cruise er kominn á flug með fjórðu Mission: Impossible-myndinni og var vinsælastur um jólin vestanhafs.
í Efsta sætið Tom Cruise er kominn á flug með fjórðu Mission: Impossible-myndinni og var vinsælastur um jólin vestanhafs.
Eftir fremur magra tíð með kvikmyndum á borð við Lions for Lambs, Knight and Day og Valkyrie er Tom Cruise kominn aftur á toppinn.

Fjórða Mission:Impossible-myndin sló í gegn um jólahelgina og rakaði inn rúmlega 29 milljónum dollara. Sherlock Holmes: A Game of Shadows náði ágætis árangri og hafnaði í öðru sæti, með miðasölu upp á 20 milljónir dollara en hins vegar reyndist bandaríska útgáfan af Körlum sem hata konur vonbrigði helgarinnar en myndin náð eingöngu þriðja sætinu og miðasölu upp á rúmar tólf milljónir dollara.

Ævintýri Tinna náði heldur ekki miklu flugi í Bandaríkjunum, komst eingöngu í fimmta sæti listans með 9,7 milljónir í miðasölu en leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg, missir varla svefn yfir þeim árangri. Því Tinna-myndin hefur malað gull utan Ameríku og selt miða fyrir tæpar 240 milljónir dollara. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.