Dyggir aðdáendur gætu fengið sjokk 29. desember 2011 16:00 Hjaltalín. Hjaltalín mun flytja mikið af nýju efni á tónleikum á Faktorý í kvöld. Upptökur fyrir þriðju breiðskífu sveitarinnar hefjast í janúar. Nýja efnið er töluvert ólíkt því sem sveitin hefur gert áður, og lýsa hljómsveitarmeðlimir því sem dekkri útgáfu af Hjaltalín. „Við erum mjög spennt fyrir þessu," segir Viktor Orri Árnason, fiðluleikari og Hjaltalínmeðlimur. Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Faktorý í kvöld, en sveitin hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar á nýju efni, sem tónleikagestum gefst færi á að heyra í kvöld. „Við ætlum eiginlega að reyna að spila sem flest ný lög sem verða á næstu plötu. En svo verðum við að taka eitthvað eldra til að minna fólk á að við erum ekki búin að gleyma hinum lögunum." Hjaltalín stefnir á stúdíó strax í janúarbyrjun til að hefja upptökur fyrir næstu plötu, sem hljómsveitarmeðlimir vonast til að komi út einhvern tíma á árinu. Viktor segir sveitina breyta aðeins um stefnu með nýja efninu og hlakkar til að heyra viðbrögð fólks. „Við förum í svolítið nýja átt sem er töluvert dekkri en áður. Þeir sem eru dyggir aðdáendur Hjaltalíns munu kannski fá smá sjokk, eðlilega, en við erum rosalega ánægð með þetta efni, þótt það verði ekki komið í fullkomna mynd fyrr en á nýju plötunni." Önnur plata Hjaltalíns, Terminal, kom út fyrir tveimur árum og fékk feykilega góðar viðtökur. Í kjölfarið var sveitin áberandi og spilaði á fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Á líðandi ári hefur ekki heyrst jafn mikið frá henni, enda hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir í ólíkum löndum og sinnt eigin verkefnum. „Við höfum verið dreifð, hvert í sinni vinnu og tónlistarheimi. En við erum svo heppin að búa við þessar aðstæður sem netið gefur okkur, við erum alltaf að ræða saman, deila hugmyndum og jafnvel taka upp demó sem við sendum á milli," segir Viktor og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi í raun orðið til þess að nýju lögin séu unnin í meiri samvinnu af öllum meðlimum en áður. „Það skrýtna sem hefur gerst er að þótt við séum ekki í sama landi semjum við miklu meira saman en áður. Við tökum öll mun meiri þátt í öllu ferlinu, sem hefur verið virkilega skemmtilegt." Þótt Hjaltalín hafi ekki látið mikið á sér bera árið 2011 hafa hinir sjö meðlimir sveitarinnar verið mjög virkir í tónlistarlífinu. Viktor segir alla reynsluna sem þau hafi aflað sér undanfarin tvö ár hafa áhrif á nýju lagasmíðarnar. „Þessar mismunandi áttir sem við fórum í hafa klárlega haft mikil áhrif. Högni hefur unnið mikið með GusGus, Hjörtur gaf út plötu og Sigríður og Guðmundur Óskar spiluðu mikið saman. Svo erum við hin í námi og ég sjálfur í mínu tónlistarnámi úti í Berlín í allt öðrum tónlistarheimi. Þetta nýtist allt ótrúlega vel þegar við komum saman, því við höfum mjög sterkar mismunandi hugmyndir sem stangast oft á. Á endanum verður svo tónlist til sem er vonandi eitthvað nýtt. Við erum svolítið að leita og prófa okkur áfram og finnst þetta spennandi og skemmtilegt." Tónleikarnir á Faktorý hefjast klukkan 22 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. bergthora@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hjaltalín mun flytja mikið af nýju efni á tónleikum á Faktorý í kvöld. Upptökur fyrir þriðju breiðskífu sveitarinnar hefjast í janúar. Nýja efnið er töluvert ólíkt því sem sveitin hefur gert áður, og lýsa hljómsveitarmeðlimir því sem dekkri útgáfu af Hjaltalín. „Við erum mjög spennt fyrir þessu," segir Viktor Orri Árnason, fiðluleikari og Hjaltalínmeðlimur. Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Faktorý í kvöld, en sveitin hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar á nýju efni, sem tónleikagestum gefst færi á að heyra í kvöld. „Við ætlum eiginlega að reyna að spila sem flest ný lög sem verða á næstu plötu. En svo verðum við að taka eitthvað eldra til að minna fólk á að við erum ekki búin að gleyma hinum lögunum." Hjaltalín stefnir á stúdíó strax í janúarbyrjun til að hefja upptökur fyrir næstu plötu, sem hljómsveitarmeðlimir vonast til að komi út einhvern tíma á árinu. Viktor segir sveitina breyta aðeins um stefnu með nýja efninu og hlakkar til að heyra viðbrögð fólks. „Við förum í svolítið nýja átt sem er töluvert dekkri en áður. Þeir sem eru dyggir aðdáendur Hjaltalíns munu kannski fá smá sjokk, eðlilega, en við erum rosalega ánægð með þetta efni, þótt það verði ekki komið í fullkomna mynd fyrr en á nýju plötunni." Önnur plata Hjaltalíns, Terminal, kom út fyrir tveimur árum og fékk feykilega góðar viðtökur. Í kjölfarið var sveitin áberandi og spilaði á fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Á líðandi ári hefur ekki heyrst jafn mikið frá henni, enda hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir í ólíkum löndum og sinnt eigin verkefnum. „Við höfum verið dreifð, hvert í sinni vinnu og tónlistarheimi. En við erum svo heppin að búa við þessar aðstæður sem netið gefur okkur, við erum alltaf að ræða saman, deila hugmyndum og jafnvel taka upp demó sem við sendum á milli," segir Viktor og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi í raun orðið til þess að nýju lögin séu unnin í meiri samvinnu af öllum meðlimum en áður. „Það skrýtna sem hefur gerst er að þótt við séum ekki í sama landi semjum við miklu meira saman en áður. Við tökum öll mun meiri þátt í öllu ferlinu, sem hefur verið virkilega skemmtilegt." Þótt Hjaltalín hafi ekki látið mikið á sér bera árið 2011 hafa hinir sjö meðlimir sveitarinnar verið mjög virkir í tónlistarlífinu. Viktor segir alla reynsluna sem þau hafi aflað sér undanfarin tvö ár hafa áhrif á nýju lagasmíðarnar. „Þessar mismunandi áttir sem við fórum í hafa klárlega haft mikil áhrif. Högni hefur unnið mikið með GusGus, Hjörtur gaf út plötu og Sigríður og Guðmundur Óskar spiluðu mikið saman. Svo erum við hin í námi og ég sjálfur í mínu tónlistarnámi úti í Berlín í allt öðrum tónlistarheimi. Þetta nýtist allt ótrúlega vel þegar við komum saman, því við höfum mjög sterkar mismunandi hugmyndir sem stangast oft á. Á endanum verður svo tónlist til sem er vonandi eitthvað nýtt. Við erum svolítið að leita og prófa okkur áfram og finnst þetta spennandi og skemmtilegt." Tónleikarnir á Faktorý hefjast klukkan 22 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. bergthora@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira